mánudagur, 14. júní 2021
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Liggur ekkert á að semja strax

27. september 2012 kl. 08:00

Páll Rúnarsson, skipstjóri á Brimnesi RE

Tíminn vinnur með okkur í makríldeilunni, segir skipstjóri á Brimnesi RE

Páll Rúnarsson, skipstjóri á aflaskipinu Brimnesi RE, segir í samtali við Fiskifréttir að hann telji að ekkert liggi á því að semja við Norðmenn og ESB í makríldeilunni. Tíminn vinni með okkur.

„Allt bendir til þess að makríllinn eigi eftir að ganga í meiri mæli inn í íslenska lögsögu en hingað til og vera hér lengur. Talið er að þriðjungur makrílsins gangi nú þegar hingað og ég held að það sé varlega áætlað. Það væri því algert fljótræði af okkur að semja um einhver 7 til 8% af heildarmakrílkvótanum.

Þvert móti eigum við að halda okkar striki og auka jafnvel veiðarnar. Miðað við þá miklu útbreiðslu makríls hér ættum við að taka 200 til 300 þúsund tonn á ári,“ segir Páll Rúnarsson.

Sjá nánar í nýjustu Fiskifréttum.