sunnudagur, 13. júní 2021
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Líklegt að þorskur á Vestfjarðamiðum fari á Dohrnbankasvæðið í ætisleit

29. ágúst 2008 kl. 12:58

Fiskifræðingar hjá Hafrannsóknastofnun telja nú líklegt að þorskur gangi frá Vestfjarðamiðum yfir á Dohrnbankasvæðið á sumrin í ætisleit en komi síðan til baka á hrygningarstöðvar við Ísland í febrúar, að því er Björn Ævarr Steinarsson, sviðsstjóri veiðiráðgjafarsviðs Hafrannsóknastofnunar, sagði í samtali við Fiskifréttir.   Björn Ævarr sagði jafnframt að Hafrannsóknastofnun hefði haft samráð og samstarf við grænlensku hafrannsóknastofnunina um rannsóknir á þorski við Austur-Grænland.

Hafró mun leggja til um 100 rafeindamerki til merkinga á þorski við Austur-Grænland sem fram fara á næstunni um borð í grænlenska rannsóknaskipinu Paamiut.   Sjá nánar ítarlega umfjöllun um tengsl þorsks við Ísland og Grænland í nýjustu Fiskifréttum þar sem  rætt er við Einar Hjörleifsson fiskifræðing auk Björns Ævars Steinarsson