sunnudagur, 13. júní 2021
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Línubáturinn Kristín ÞH aflahæst á vetrarvertíðinni

8. júní 2009 kl. 12:00

Vetrarvertíð að fornum sið lauk 11. maí. Eftir að kvótakerfið tók við af frjálsum samkeppnisveiðum hefur virðingarheitið aflakóngur misst merkingu sína enda skammtar kvóti einstakra skipa nú afla þeirra. Fiskifréttir birta þó til gamans lista yfir aflahæstu skipin á vertíðinni og reyndist Kristín ÞH tróna þar á toppnum með 1.696 tonn.

Á hæla henni kom Jóhanna Gísladóttir ÍS með 1.688 tonn og Páll Jónsson GK kom hársbreidd þar á eftir með 1.685 tonn. Allt eru þetta línubátar í eigu Vísis hf.

Steinunn SF var aflahæst togbáta með 1.678 tonn, aflahæstur netabáta var Erling KE með 1.340 tonn og mestan afla í dragnót veiddi Hásteinn ÁR eða 912 tonn.

Guðmundur Einarsson ÍS veidd mest smábáta eða 579 tonn.

Því má bæta við að fyrir 50 árum eða á vertíðinni 1959 var aflakóngurinn Binni í Gröf hæstur á netum sjötta árið í röð en hann fiskaði þá 978 tonn.

Ítarlegar upplýsingar um afla einstakra skipa á vetrarvertíðinni er að finna í Fiskifréttum sem fylgja Viðskiptablaðinu.