sunnudagur, 13. júní 2021
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Listaskóli fær netagerðarhús að gjöf

3. apríl 2017 kl. 12:49

Frá afhendingu gömlu netagerðarinnar. Talið frá vinstri: Gunnar Sverrisson verksmiðjustjóri, Lasse Høgenhof skólastjóri, Gunnþór B. Ingvason framkvæmdastjóri og Snorri Jónsson framleiðslu- og yfirverkstjóri. Ljósm. Hákon Ernuson

Síldarvinnslan afhendir LungA-skólanum á Seyðisfirði húsið.

Síldarvinnslan hefur fært LungA – skólanum á Seyðisfirði gamla netagerðarhúsið á staðnum að gjöf. Húsið er stórt en gamalt og þarfnast verulegs viðhalds. LungA- skólinn er alþjóðlegur listaskóli sem hefur fest rætur og setur mikinn svip á bæjarlífið á Seyðisfirði yfir vetrarmánuðina.

Lasse Høgenhof skólastjóri sagði í samtali við heimasíðuna að það væri ómetanlegt fyrir skólann að eignast gamla netagerðarhúsið. „Það er draumur að rætast með því að skólinn eignist þetta hús og við erum Síldarvinnslunni afar þakklát fyrir gjöfina. LungA – skólinn hefur starfað í þrjú ár og hefur vaxið og dafnað. Innan skólans er sinnt alls konar list og eitt af því sem skólinn þarf er mikið rými og það fáum við í gamla netagerðarhúsinu. Í húsinu verður komið upp fjölbreyttum vinnustofum sem munu nýtast skólanum afar vel."

Sjá nánar á vef Síldarvinnslunnar.