þriðjudagur, 28. september 2021
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Listrænir fiskar í makaleit - MYNDBAND

2. október 2013 kl. 14:37

Munsturfiskar

Einkennileg munstur á hafsbotni

Fyrir um það bil tuttugu árum urðu kafarar varir við einkennileg en falleg munstur á hafsbotni við japönsku eyjuna Amami-Oshima. Munstrin eru hringlaga og um tveir metrar í þvermál. 

Sjá myndband.

Rannsóknir hafa leitt í ljós að hængar sem eru um þrettán sentímetra að lengd og af ættkvísl sem kallast Torquigener búa til þessa hringi til að heilla til sín hrygnur. Líki hrygnunum munstrið hrygna þær í miðju hringsins og gætir hængurinn eggjanna þar til þau klekjast út. Að því loknu finnur hængurinn annan sandbala til að búa annað munstur og tæla til sín aðra kerlingu.