sunnudagur, 13. júní 2021
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Lítið um ungan kolmunna í Noregshafi

12. júní 2009 kl. 12:11

Helstu niðurstöður úr mánaðarlöngum leiðangri í Noregshafi eru þær að áfram finnst lítið af ungum kolmunna á öllu svæðinu, meira finnst af laxsíld en áður og að aðgangur uppsjávarfiska að fæðu hefur yfirleitt minnkað.

Þá kemur fram að útbreiðslusvæði makríls hefur stækkað og að hann hrygnir norðar en hann hefur nokkru sinni gert fyrr. Lítil síld fannst í Barentshafi en þess ber að geta að norsk-íslenski síldarstofninn, sem er í metstærð um þessar mundir, heldur sig að mestu utan svæðisins sem rannsakað var.

Upplýsingum úr rannsóknaleiðöngrum á vegum ESB, Íslendinga, Færeyinga, Rússa og Norðmanna hefur nú verið safnað saman í einn gagnagrunn. Unnið er að útreikningi á stofnstærð fyrir viðkomandi uppsjávartegundir og liggja þær fyrir fljótlega.

Heimild: Fiskeribladet/Fiskaren