þriðjudagur, 28. september 2021
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Lítil veiði hjá norsku loðnubátunum

4. febrúar 2016 kl. 10:22

Norska loðnuskipið Röttingöy á loðnumiðunum við Ísland á síðasta ári. (Mynd Viðar Sigurðsson)

Loðnan ekki í þéttum torfum og lítið fæst í hverju kasti

Heldur lítil veiði hefur verið hjá norsku loðnuskipunum sem eru komin á Íslandsmið, að því er fram kemur á vef norska síldarsamlagsins.

Í fyrrinótt fengu nokkrir bátar loðnu en hún er ekki í þéttum torfum þannig að lítið fæst í hverju kasti. Fimm bátar voru fyrir norðan land í gær og það voru þeir sem fengu einhvern afla. Til viðbótar voru sex bátar fyrir austan land að leita að loðnu. Þeir fundu loðnu sem stóð mjög djúpt.

Loðnan veiðist aðallega á nóttunni í nótina. Vonir stóðu til þess í gær að bátarnir gætu kastað aftur síðastliðna nótt áður en óveðrið sem spáð er í dag gengur yfir miðin.