laugardagur, 28. nóvember 2020
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

LÍÚ: Ráðgjöf Hafró um ufsa, síld, karfa og grálúðu dregin í efa

9. júní 2008 kl. 13:45

Friðrik J. Arngrímsson framkvæmdastjóri LÍÚ telur ekki ástæðu til að fylgja ráðgjöf um 25.000 tonna samdrátt í veiðum á ufsa og fremur sé ástæða til að auka veiði á síld en draga úr henni.

Einnig dregur hann í efa að sá niðurskurður sem boðaður er í tengslum við karfa- og grálúðuveiði sé skynsamlegur í stöðunni og fara þurfi vel yfir ráðgjöf Hafró í tengslum við helstu kolastofnana.

Þetta kemur fram á heimasíðu LÍÚ þar sem farið er yfir viðbrögð samtakanna við veiðiráðgjöf Hafrannsóknastofnunarinnar.

Þá er ítrekað það álit samtakanna frá í fyrra að óhætt sé að leyfa 150-160 þús. tonna veiði á þorski án þess að uppbyggingu stofnsins væri stefnt í hættu.

Sjá nánar á vef LÍÚ.