þriðjudagur, 22. júní 2021
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

LÍÚ segir að ríkið taki yfir 70% af hagnaðinum

26. mars 2012 kl. 18:17

Þorskur í ís.

Samtök útvegsmanna mótmæla nýja fiskveiðifrumvarpinu harðlega.

Í nýju fiskveiðilagafrumvarpi er horfið frá kröfum um hagkvæman sjávarútveg, aflaheimildir gerðar upptækar til pólitískrar endurúthlutunnar og ofurskattar lagðir á greinina, segir á vef Landssambands íslenskra útvegsmanna sem mótmælir frumvarpinu harðlega.

Í yfirlýsingu sem birtist á vef LÍÚ segir m.a.:

,,Með almenna og sérstaka veiðigjaldinu er verið að taka meira en 70% af hagnaði sjávarútvegsins.  Slík ofurskattlagningu mun kippa rekstrargrundvelli undan fjölmörgum sjávarútvegsfyrirtækjum víðsvegar um landið. Færa á arðinn af atvinnugreininni frá landsbyggðinni til pólitískrar úthlutunar í stjórnarráðinu. Verið er að ríkisvæða sjávarútveginn í gegnum skattkerfið. Dregið er úr hvata til hagkvæmra veiða og skynsamlegrar nýtinga fiskistofna.“

Sjá nánar hér.