föstudagur, 17. september 2021
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Loðna til frystingar á Fáskrúðsfirði

5. febrúar 2016 kl. 08:22

Að venju var komu loðnunnar til Fáskrúðsfjarðar fagnað með veglegri tertu. (Mynd: Óðinn Magnason).

Tvö norsk skip lönduðu þar í gær.

Norsku loðnuskipin eru byrjuð að koma með loðnu að landi á Íslandi.

Norsku skipin Fiskebas og Eros lönduðu loðnu til frystingar hjá Loðnuvinnslunni á Fáskrúðsfirði í gær, en áður hafa verið fluttar fréttir af því að norska loðnuskipið Ligrunn hafi komið með afla til Neskaupstaðar í gær sem einnig var tekin til manneldisvinnslu.