þriðjudagur, 15. júní 2021
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Loðnan mæld í ísi og vindi

24. september 2015 kl. 09:00

Aron Ellert Þorsteinsson háseti flokkar loðnuaflann úr flottrollinu um borð í Árna Friðrikssyni nú í vikunni. Mynd Birkir Bárðarson

Loðna fannst um 200 mílur norður af Scoresbysundi

 

Mælingar á loðnustofninum, bæði veiðistofni og ungloðnu, standa yfir á Árna Friðrikssyni. Skipið er nú statt norður af Scoresbysundi við Austur-Grænland. Eitthvað hefur fundist af loðnu en veður og ís hafa hamlað mælingum, að því er fram kemur í nýjustu Fiskifréttum

„Við fundum loðnu um 200 mílur norðan við Scoresbysund, rétt norðan við 73. gráðu norður og fórum allt norður á 73.20. Þá þurftum við að stoppa vegna íss, en svarta þoka var líka á svæðinu. Við vorum í vandræðum með ís allt suður á 72. gráðu. Ísinn var á svæði sem við hefðum viljað mæla. Loðnan var stór og góð, eingöngu kynþroska loðna, en hún var ekki í miklum mæli nyrst,“ segir Birkir Bárðarson leiðangursstjóri í samtali við Fiskifréttir en rætt var við hann á miðvikudagsmorguninn. Þá var skipið statt á 71. gráðu og komið var leiðindaveður, um 17 til 20 metrar á sekúndu, og fór versnandi. 

Sjá nánar í nýjustu Fiskifréttum.