fimmtudagur, 24. september 2020
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Loðnukvótinn aukinn um 38 þús. tonn

21. febrúar 2012 kl. 11:15

Loðna (Mynd: Þorbjörn Víglundsson).

Afgangur af kvóta Grænlendinga gengur til Íslands.

Sjávarútvegsráðuneytið hefur gefið út reglugerð um 38.000 aukningu loðnukvótans á þessari vertíð. Úthlutaður kvóti til íslenskra skipa er því kominn upp í 591.000 tonn.

Þessi aukning er þannig til komin að 70% af kvóta Grænlendinga er eyrnamerktur Evrópusambandinu samkvæmt samningum þeirra í milli. Þessi 70% námu 56.000 tonnum á þessari vertíð. Þar af veiddu dönsk skip 11.000 tonn síðastliðið sumar og ESB framseldi 8.000 tonna kvóta til Norðmanna. Afgangurinn, 38.000 tonn, af ónýttum kvótanum rennur nú til Íslendinga samkvæmt reglum þar að lútandi.