mánudagur, 21. júní 2021
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Loðnukvótinn aukinn um 56 þúsund tonn

25. febrúar 2013 kl. 13:07

Loðna

Heildarkvóti íslenskra skipa kominn í um 460 þúsund tonn

Loðnukvótinn hefur verið aukinn um 56 þúsund tonn og verður því rúm 460 þúsund tonn á vertíðinni, að því er fram kemur á vef Fiskistofu.

Aukningin helgast af því óveiddum kvóta erlendra skipa hefur verið deilt út á íslensk skip.

Íslensk skip hafa veitt 248 þúsund tonn af loðnu á vertíðinni en eftir standa rúm 212 þúsund tonn.