þriðjudagur, 28. september 2021
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Loðnuleit hafin að nýju

2. febrúar 2016 kl. 09:00

Rannsóknaskip Hafró, Árni og Bjarni, eru farin til loðnuleitar.

Bæði rannsóknaskip Hafró fóru út í gær til leitar.

Rannsóknaskipin Árni Friðriksson og Bjarni Sæmundsson héldu út til loðnuleitar í gær, annað fór vestur fyrir land en hitt austur fyrir. Haft er eftir Þorsteini Sigurðssyni sviðsstjóra á Hafrannsóknastofnun að ekki sé ákveðið hversu lengi leiðangurinn standi en veðurspá fyrir miðin er ekki hagstæð og það getur haft áhrif á loðnuleitina. 

Ekki er gert ráð fyrir þátttöku loðnuveiðiskipa í þessum áfanga leitarinnar.