mánudagur, 21. júní 2021
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Loðnumælingum hætt í bili

22. janúar 2014 kl. 12:44

Rannsóknaskipið Árni Friðriksson (Mynd: Einar Ásgeirsson).

Fundur með útvegsmönnum síðar í dag og framhaldið metið.

Gert hefur verið hlé á loðnumælingum hafrannsóknaskipsins Árni Friðrikssonar, sem verið hefur við rannsóknir austur og norður af landinu síðustu daga. Skipið kom til hafnar á Akureyri í nótt. 

Þorsteinn Sigurðsson, sviðsstjóri nytjastofnasviðs Hafrannsóknastofnunar, sagði í hádegisfréttum RÚV að engar marktækar loðnugöngur hefðu fundist og staðan væri ákaflega óljós. Fundur verði með útvegsmönnum síðar í dag og framhaldið metið. Þau loðnuskip sem eru á sjó eru flest við loðnuleit út af Austfjörðum.