mánudagur, 21. júní 2021
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Loðnuveiðar í Barentshafi komnar vel af stað

4. febrúar 2013 kl. 10:06

Norskt loðnuskip á Fáskrúðsfirði. (Mynd: Óðinn Magnason).

Veiðum norskra loðnuskipa við Ísland að ljúka.

Loðnuveiðar Norðmanna í Barentshafi eru hafnar fyrir alvöru og veiddu þeir 21.500 tonn í síðustu viku. Alls hafa norsk skip þá veitt 26.000 tonn á vertíðinni en heildarkvóti þeirra er 119.000 tonn. 

Af afla síðustu viku fóru 15.000 tonn í bræðslu en 6.500 tonn í manneldisvinnslu. Meðalverð fyrir loðnu til bræðslu hefur verið jafnvirði 56 ISK/kg og í manneldisvinnslu 62 ISK/kg, að því er fram kemur á vef norska síldarsölusamlagsins. 

Þar kemur einnig fram að veiðum norskra skipa við Ísland sé að ljúka. Íslandsloðnan hafi hentað vel til manneldisvinnslu. Af 14.500 tonna afla sem landað hafi verið hafi 13.000 tonn farið til manneldis. Verðið fyrir íslandsloðnuna hafi verið jafnvirði 58 ISK/kg til bræðslu og 64 ISK/kg til manneldis.