laugardagur, 31. október 2020
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Loðnuveiðar Rússa hafnar

2. febrúar 2011 kl. 14:44

Loðna í lófa.

Hæstu skipin fryst allt að 230 tonn á sólarhring. Norsk skip á leið í rússnesku lögsöguna.

Rússar byrjuð loðnuveiðar í eigin lögsögu í Barentshafi fyrr í þessari viku. Samkvæmt upplýsingum Norska síldarsamlagsins voru sjö rússnesk skip þá að veiðum og þau hæstu að frysta allt að 230 tonn á sólarhring.  

Loðnan var sögð af stærðinni 45 stykki í kílói. Aflinn var allur tekinn í troll.

Norskar útgerðir hafa að undanförnu beðið eftir því að rússnesk stjórnvöld gæfu út veiðileyfi þeim til handa í rússnesku lögsögu. Leyfin eru nú komin og hafa fimm skip tilkynnt að þau hyggist halda til veiða.