mánudagur, 21. september 2020
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Loðnuvertíð í Noregi í fullum gangi

21. febrúar 2011 kl. 10:31

Loðna (Mynd: Þorbjörn Víglundsson).

Aflinn hefur hingað til farið í mjöl- og lýsivinnslu að stærstum hluta.

Loðnuvertíðin við Noreg er komin á fulla ferð. Liðlega 50.000 tonn voru veidd í síðustu viku og þar með er heildaraflinn á vertíðinni orðinn 85.000 tonn, að því er fram kemur á vef norska síldarsölusamlagsins. Kvóti norskra loðnuskipa er 275.000 tonn í ár.

Stærstur hluti loðnunnar hefur farið í bræðslu hingað til. Manneldisvinnsla er ekki hafin að neinu ráði þar sem of mikil áta er í loðnunni. Þess er vænst að þetta breytist þegar loðnan gengur meira í vesturátt en þá er almennt minni áta í henni.

Meðalhráefnisverð á loðnu til bræðslu í Noregi er nú 2,34 NOK (48 ISK). Ef loðnan fer til vinnslu er boðið litlu hærra verð eða 2,39 NOK.