laugardagur, 19. september 2020
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Loðnuvertíðin gæti skilað um 19 milljörðum

24. febrúar 2011 kl. 12:00

Loðna

Veitt í kappi við tímann meðan loðnan er sem verðmætust

Loðnuvertíðin gæti skilað um 19 milljörðum króna í útflutningsverðmæti takist að veiða þau 317 þúsund tonn sem er kvóti íslenskra skipa í loðnu, að því er fram kemur í nýjustu Fiskifréttum.

Nú er hrognavinnslan komin í gang en hrognin eru langverðmætasta loðnuafurðin. Nægur kvóti er eftir til að framleiða um 12 þúsund tonn af hrognum. Spurning er hvort markaðir taki við því magni ásamt því sem Norðmenn geta framleitt af hrognum.

Loðnuskipin voru flest að veiðum í Faxaflóa um miðja vikuna og framhaldið ræðst mjög af veðri. Segja má að þau veiði nú í kappi við tímann enda milljarðaverðæti í húfi nú á lokaspretti vertíðarinnar.

 Sjá nánar úttekt á loðnuvertíðinni í nýjustu Fiskifréttum.