þriðjudagur, 28. september 2021
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Loðnuvinnsla hófst í Neskaupstað í dag

4. febrúar 2016 kl. 14:27

Norska loðnuskipið Ligrunn leggst að bryggju í Neskaupstað í hádeginu í dag. Ljósm. Smári Geirsson

Norskt loðnuskip kom með 180 tonn af loðnu

Norska loðnuskipið Ligrunn kom til Neskaupstaðar í hádeginu í dag með 180 tonn af loðnu. Aflinn fékkst í nótt norður af Grímsey, að því er fram kemur í frétt á vef Síldarvinnslunnar. Þetta er fyrsta loðnan sem borist hefur til vinnslu í Neskaupstað á vertíðinni en hún verður fryst í fiskiðjuveri Síldarvinnslunnar.

Heimasíða SVN ræddi við Jón Gunnar Sigurjónsson, yfirverkstjóra í fiskiðjuverinu, í morgun og sagði hann að starfsfólkið væri í startholunum og tilbúið að hefja framleiðslu. „Þetta er vissulega lítið magn en það er kærkomið því nú gefst okkur tækifæri til að prófa nýtt frystikerfi sem verið er að taka í notkun,“ sagði Jón Gunnar. 

 

Áfram gengur vel að veiða og vinna loðnu hjá vinnsluskipunum Vilhelm Þorsteinssyni EA og Polar Amaroq og koma þau til löndunar í Neskaupstað á fjögurra til fimm daga fresti