föstudagur, 15. janúar 2021
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Loðnan stærri en miðaldra menn muna

11. febrúar 2010 kl. 12:50

,,Loðnan núna er mjög stór og góð, stærri en miðaldra menn muna, að meðaltali undir 40 stykkjum í kílóinu. Slíka meðalstærð á loðnu hefur maður ekki séð í áraraðir eða jafnvel áratugi,” segir Hermann Stefánsson framleiðslustjóri Skinneyjar Þinganess á Hornafirði í samtali við Fiskifréttir.

Loðna hefur verið fryst allan sólarhringinn hjá Skinney-Þinganesi og Síldarvinnslunni í Neskaupstað auk þess sem allnokkur vinnsluskip hafa fryst loðnu um borð á miðunum. Önnur fyrirtæki bíða eftir því að loðnan verði hæf til hrognatöku en útlit er fyrir að meirihluta loðnukvótans verði nýttur til hrognavinnslu.

Nánar er fjallað um loðnuvertíðina í Fiskifréttum sem fylgja Viðskiptablaðinu í dag.