föstudagur, 18. júní 2021
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

LS vill fjölga veiðidögum um fjóra

3. apríl 2017 kl. 12:40

Grásleppa.

Hafró leggur til 6,6% samdrátt í leyfilegum grásleppuafla

Grásleppuveiðar hófust 20. mars sl. Hafrannsóknastofnun lauk útreikningum úr mælingum rannsóknaleiðangurs sem fram fór í byrjun mars.  Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu hefur nú til skoðunar bréf stofnunarinnar þar sem gerð er grein fyrir niðurstöðum mælinga á stærð veiðistofns grásleppu.  Hafrannsóknastofnun leggur til að grásleppuafli fari ekki umfram 6.355 tonn, sem er 445 tonna minnkun milli ára eða 6,6%. 

Ráðuneytið óskaði eftir sjónarmiðum LS á tillögum Hafró.  Félagið hefur svarað erindinu þar sem lagt er til að veiðidagar á yfirstandandi grásleppuvertíð verði 36 sem er 4 daga viðbót við veiðitíma í fyrra.  Í rökstuðningi LS er meðal annars bent á eftirfarandi: Færri stunda veiðar nú en í fyrra; samdráttur í veiðum milli ára; lakari útbreiðsla á gjöfulum veiðisvæðum; og markaðslegar aðstæður. 

Frá þessu er skýrt á vef LS.