mánudagur, 14. júní 2021
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Lýs drepa mikið af villtum laxi í Norðaustur-Atlantshafi

12. nóvember 2012 kl. 13:26

Lax

Talið er að lýsnar séu ábyrgar fyrir 39% dauðsfalla hjá laxinum

Nýjar rannsóknir sýna að lýs drepa ótrúlega stóran hluta af villtum laxi í sjó á hverju ári, að því er fram kemur á vefnum fis.com.

Rannsóknirnar fóru fram á vegum háskólans í St Andrews og niðurstöður þeirra eru fyrsta staðfestingin á því hversu mikil áhrif lýs hafa á náttúrulegan dauða laxa.

Haft er eftir prófessor Christopher Todd hjá Scottish Ocean Institure við St Andrews að rannsóknin hafi leitt í ljós að lýs séu ábyrgar fyrir um 39% af dauða laxa í Norðaustur-Atlantshafi.

„Í fyrsta sinn hefur tekið að sýna fram á laxadauða í villtu umhverfi af völdum þessa snýkjudýrs. Það kom okkur mjög á óvart hvað lýsnar valda miklum skaða,“ segir Todd.