þriðjudagur, 15. júní 2021
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Lýsi gegn geðklofa

14. ágúst 2015 kl. 13:38

Lýsispillur

Tilraun sýnir fram á gagnsemi fjölómettaðra omega-3 fitusýra

Tólf vikna inntaka á lýsispillum getur stöðvað framgang geðklofa eftir að sjúkdómsins verður fyrst vart.

Algengast er að geðklofasjúklingar séu greindir á unglingsárunum eða upp úr tvítugu. Oft verður þó ýmissa einkenna vart mörgum árum áður, eins og ofsóknaræðis. Greint er frá þessu í New Scientist.

Einungis þriðjungur þeirra sem þjást af þessum foreinkennum verða fyrir geðrofum og sefandi lyf geta haft slæmar hliðarverkanir. Þeim er því sjaldan beitt í forvarnarskyni.

Lýsi getur verið góður valkostur. Það inniheldur fjölómettaðar omega-3 fitusýrur sem eru jafnan í lágu magni í geðklofasjúklingum

 

Tilraun var gerð á 81 manni á aldrinum 13 til 25 ára sem voru með foreinkenni geðklofa. Helmingur þeirra tók lýsispillur og hinn helmingurinn lyfleysu í þrjá mánuði. Niðurstöðurnar voru þær að ári síðar voru þeir sem höfðu tekið lýsispillurnar ólíklegri til að fara í geðrof en þeir sem tóku lyfleysuna.