fimmtudagur, 24. júní 2021
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Lýsið kemur ekki í stað fiskneyslu

28. nóvember 2012 kl. 15:03

Fiskmáltíð

Ný rannsókn sýnir að áhrifaríkara er að borða fiskinn sjálfan.

 

Tvær fiskmáltíðir á viku vinna gegn heilablóðfalli, en lýsi sem fæðubótarefni  hefur ekki sömu áhrif. Þetta kom fram í viðamikilli rannsókn sem greint er frá í breska tímaritinu British Medical Journal. 

Margar ástæður gera verið fyrir því að fiskneysla vinni gegn heilablóðfalli, segja höfundar rannsóknarinnar. Ein gæti verið samspil milli margra næringarefna sem finnast í fiski svo sem vítamína og nauðsynlegra amínósýra. Þá er nefnt að þeir sem borða meira af fiski draga úr neyslu á öðrum matvörum sem getur verið skaðlegar fyrir æðakerfið svo sem rauðu kjöti. 

Enn önnur kenning er sú að það fólk sem borðar mikinn fisk neyti almennt hollara fæðis og fái því síður sjúkdóma sem tengjast blóðrásarkerfinu. Í þeim hópi er hlutfallslega meira af fólki sem býr við góð efni. 

Niðurstöðurnar eru byggðar á 38 rannsóknum sem náðið til 800.000 manna í 15 löndum. 

Frá þessu er skýrt á heilsuvefnum Norsk Helseinformatikk.