fimmtudagur, 24. júní 2021
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Mæla með óbreyttum sóknardagafjölda

23. júní 2011 kl. 15:05

Höfnin í Þórshöfn í Færeyjum

Fiskidaganefndin í Færeyjum telur óhætt að viðhalda núverandi sókn þrátt fyrir aðvaranir fiskifræðinga.

Færeyska fiskidaganefndin leggur til við stjórnvöld þar í landi að fjöldi fiskidaga (sóknardaga) verði hinn sami á næsta fiskveiðiári og er á yfirstandandi ár. Nefndin er skipuð fulltrúum sjómanna og hefur það hlutverk að vera stjórnvöldum til ráðgjafar um sókn í fiskistofnana en einnig fá yfirvöld veiðiráðgjöf frá færeysku hafrannsóknastofnuninni.

Þessa tvo aðila hefur lengi greint mjög á um það hversu mikið sé óhætt að veiða ár hvert.

 Eins og fram kom í Fiskifréttum fyrir skemmstu hefur Alþjóðahafrannsóknaráðið (ICES) lagt til að þorskafli á landgrunni Færeyja á næsta ári verði skertur um 30% og áframhaldandi bann verði við þorskveiðum á Færeyjabanka. Auk  þess leggur ICES til algjört veiðibann á ýsu.

 Sókn í fiskistofnana við Færeyjar er stýrt með úthlutun veiðidaga að því undanskildu að veiðar úr stofnum sem Færeyingar deila með öðrum þjóðum eru kvótabundnar. Þar er um uppsjávartegundir að ræða.