þriðjudagur, 15. júní 2021
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Maíaflinn 40% minni en í fyrra

16. júní 2011 kl. 09:41

Þorvaldur Gunnlaugsson sjómaður á bátnum Ásþór

Fyrst og fremst vegna þess að engum uppsjávarafla var landað í maí í ár.

Fiskaflinn í maímánuði nam alls 43.000 tonnum í maí 2011 samanborið við 74.000 tonn í sama mánuði í fyrra. Þar munar mestu að engum uppsjávarafla var landað í maí síðastliðnum samanborið við tæplega 29.000 tonna afla í maí 2010.

Botnfiskafli í maí dróst saman um tæp 1.250 tonn samanborið maí 2010 og nam 37.600 tonnum. Þar af var þorskaflinn rúm 17.300 tonn, sem er aukning um 3.600 tonn frá fyrra ári. Ýsuaflinn nam 4.600 tonnum sem er um 2.600 tonnum minni afli en í maí 2010.

Karfaaflinn jókst um rúm 1.600 tonn samanborið við maí í fyrra og nam 4.100 tonnum. Tæp 5.600 tonn veiddust af ufsa sem er um 1.650 tonnum meiri afli en í maí 2010. Mikill samdráttur varð í veiði á úthafskarfa og öðrum botnfiskafla samanborið við maímánuð á síðasta ári.

Flatfiskaflinn var rúm 3.200 tonn í maí 2011 sem er svipaður afli og í sama mánuði í fyrra. Skel- og krabbadýraafli nam um 1.400 tonnum samanborið við tæplega 1.700 tonna afla í maí 2010.

Nánar um fiskaflann á vef Hagstofu Íslands.