sunnudagur, 17. janúar 2021
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Makrílaflinn í ágúst var 67 þúsund tonn

16. september 2019 kl. 09:17

Landaður afli íslenskra fiskiskipa í ágúst varð 113 þúsund tonn, sem er 8 prósent meira en í fyrra. Makrílaflinn varð nærri fjórðungi meiri í mánuðinum.

Makrílaflinn í ágústmánuði varð 66.585 tonn, eða 23 prósentum meiri en í sama mánuði á síðasta ári. Aflinn á fiskveiðiárinu 2018-2019, frá september byrjun til ágústloka, varð níu prósentum meira en árið áður, eða 166.357 tonn.

Þetta kemur fram í tölum Hagstofu Íslands um fiskaflann í ágúst.

Þar kemur einnig fram að landaður afli íslenskra fiskiskipa í ágúst hafi verið rúm 113 þúsund tonn sem er 8% meiri afli en í ágúst 2018. 

Uppsjávarafli jókst um 21% en botnfiskafli dróst saman um 6% og má helst rekja þessa aukningu milli ára má helst rekja til löndunar á makríl, sem eins og fyrr segir jókst um 23%.

Heildarafli á 12 mánaða tímabili frá september 2018 til ágúst 2019 var rúm 1.090 þúsund tonn sem er 14% minna en fyrir sama tímabil ári áður.

Þá greinir Hagstofan frá því að afli í ágúst metinn á föstu verðlagi hafi verið 3,5% meiri en í ágúst 2018.