föstudagur, 17. september 2021
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Makríldeilan á dagskrá hjá ESB

13. maí 2013 kl. 14:40

Makríll

Fiskveiðiráð ESB kemur saman í Brussel í dag, þar sem makríllinn er meðal umræðuefna.

Skoskir sjávarútvegsmenn eru sagðir mjög óþolinmóðir og telja að nú þurfi ESB að taka sig til og  samþykkja viðskiptaþvinganir gagnvart Færeyjum og Íslandi vegna makríldeilunnar. 

,,Það veldur miklum vonbrigðum að ESB skuli draga lappirnar í þessu máli,“ segir Ian Gatt talsmaður samtaka eigenda skoskra uppsjávarskipa í fréttatilkynningu. ,,Við höfum trú á því að viðskiptaþvinganir muni fá Ísland og Færeyjar aftur að samningaborðinu þannig að hægt sé að komast að réttlátu samkomulagi.“

Frá þessu er skýrt á vef norskra útvegsmanna.