laugardagur, 19. júní 2021
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Makrílfarmur seldist á 230 milljónir króna

13. september 2011 kl. 15:52

Makríll (Mynd: Þorbjörn Víglundsson).

Norska skipið Selvåg Senior setti met í aflaverðmæti.

Um síðustu helgi setti norska uppsjávarskipið Selvåg Senior met í aflaverðmæti þegar það seldi 850 tonn af ferskum makríl fyrir meira en 11 milljónir norskra króna, jafnvirði rösklega 230 milljóna íslenskra króna.

Haft er eftir Audun Sörheim skipstjóra á vef norska síldarsölusamlagsins (sildelaget.no) að makríllinn hafi veiðst í lögsögu Evrópusambandsins síðdegis á laugardag.

,,Það var mikill makríll á svæðinu og því erfitt að reikna út hve mikið kom í veiðarfærið,” sagði skipstjórinn.