þriðjudagur, 18. janúar 2022
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Makrílflotinn í Smugunni í góðri veiði

13. ágúst 2019 kl. 12:35

Mynd/Þorgeir Baldursson

Afli stundum blandaður síld - í Neskaupstað er bæði fryst hausskorin síld og heilfrysting á makríl.

Nú er íslenski makrílflotinn að veiðum úti í Smugu og þar eru einnig rússnesk, færeysk og grænlensk makrílskip. Í gær var þokkaleg veiði og í nótt veiddist vel.

Frá þessu segir á heimasíðu Síldarvinnslunnar.

Þar segir að fiskurinn sem fæst er stór, eða 550 grömm að meðaltali.

Beitir NK er á landleið með 650 tonn og verður í Neskaupstað um miðnætti. Þá er Bjarni Ólafsson AK að leggja af stað í land með 800 tonn sem fengust í þremur holum.

Verið er að landa úr Berki NK í Neskaupstað. Afli skipsins var 900 tonn og er hann mjög síldarblandaður. Í fiskiðjuverinu er því bæði verið að frysta síld og hausskera og heilfrysta makríl.