föstudagur, 18. júní 2021
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Makrílkóngurinn í Færeyjum er norskur

21. mars 2012 kl. 13:15

Norskir fjölmiðlar vekja athygli á því að norsk útgerð eigi í færeysku skipi sem veiðir makríl

 

Norski útgerðarmaðurinn Per Sævik er meðeigandi í færeyskri útgerð sem hefur yfir að ráða miklum makrílkvóta. Blaðið Sunnmorsposten í Noregi vekur athygli á þessu í umfjöllun um „makrílkóngana“ í Færeyjum. Á sama tíma eiga Norðmenn og Færeyingar í harðvítugri makríldeilu, líkt og Íslendingar og Norðmenn.

Per Sævik er stærsti norski fjárfestirinn í Færeyjum. Í samstafi við Justinussen fjölskylduna í Færeyjum rekur hann meðal annars útgerð, fiskvinnlsu og hótel. Justinussen fjölskyldan hefur aðallega gert út rækjutogara en fékk makrílkvóta út á rækjuleyfið. Auk þess tók útgerðin þátt í að veiða makrílkvóta sem kínverska fyrirtækið Pacific Andes keypti. Allt í allt veiddu þeir um 13-15 þúsund tonn af makríl í fyrra.

Per Sævik á 34% í færeysku útgerðinni. Per Sævik viðurkennir að hann sé í óþægilegri klemmu með því að taka þátt í veiðum sem kollegar hans í Noregi segja vera kolólöglega. Hann segir þó að Norðmenn geti sjálfum sér um kennt. Þeim hafi staðið til boða að semja við Færeyinga um örfá prósent makrílkvótans en hafnað því áður en Færeyingar hófu veiðar á makríl í stórum stíl.

Makríllinn gaf Færeyingum 20% af útflutningstekjum og enginn færeyskur sjávarútvegráðherra snýr til baka úr þessu, segir Per Sævik.