þriðjudagur, 22. júní 2021
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Makríll: Danir og Þjóðverjar styðja ekki refsiaðgerðir

26. september 2012 kl. 09:15

Makríll

Sátu hjá við afreiðslu málsins í ráðherraráði ESB

Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra segir markverðustu tíðindin af samþykkt ráðherraráðs ESB á refsireglum vegna makrílveiða í gær þau að ágreiningur sé um málið innan ráðsins. "Tvær þjóðir á meðal þeirra stærstu í sjávarútvegi, Danir og Þjóðverjar, treysta sér ekki til að styðja tillöguna og sátu hjá," segir Össur í samtali við Fréttablaðið í dag. 

Danir skiluðu ítarlegri bókun í gær þar sem þeir áskilja sér rétt til þess að vísa aðgerðum, sem kunna að beinast að Færeyjum, til Evrópudómstólsins

 "Það sem verður niðurstaðan með Færeyjar hlýtur líka að gilda um Ísland," segir Össur. 

Össuri hugnast ekki málflutningur Maríu Damanaki, sjávarútvegsstjóra ESB. "Mér þótti sjálfum ekki gleðilegt að sjá Damanaki tala eins og blaðafulltrúa fyrir vini okkar og frændur Norðmenn og lýsa því yfir að þeir væru með þeim í þessu stríði. Ég tel það algjörlega óhugsandi að Norðmenn taki þátt í einhverju sem ekki er í fullu samræmi við EES-samninginn," segir Össur í samtali við Fréttablaðið.