þriðjudagur, 26. október 2021
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Makríll: Færeyingar vilja þrefalt stærri hlut

12. október 2010 kl. 17:02

Færeyingar krefjast þess að fá að minnsta kosti 15% hlut úr makrílstofninum en Norðmenn og Evrópusambandið hafa hingað til ætlað þeim tæplega 5% heildarkvótans. 

Færeyingar sitja nú samningafundinn í London um nýtingu makrílstofnsins ásamt fulltrúum ESB, Noregs og Íslands. Andras Kristiansen formaður færeysku samninganefndarinnar sagði í viðtali við færeyska útvarpið í gær að hann ætti ekki von á að neitt endanlegt samkomulag myndi nást á þessum fundi.