miðvikudagur, 8. desember 2021
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Makríll fyrir metfé

24. nóvember 2021 kl. 07:00

Makríllinn malar Norðmönnum gull. Aðsend mynd

Breytingar á veiðiskap norskra útgerða.

Norska síldarsölusamlagið (Norges Sildesalgslag) greinir frá því að sala á makrílafurðum á síðasta ári var með eindæmum góð. Niðurstaðan er sú að salan hafi numið 4,2 milljörðum norskra króna  - eða um 66 milljarða íslenskra króna. Þó veiðar standi enn yfir á makríl hjá norskum skipum er þegar ljóst að salan fyrir þetta ár mun skila meiru.

Það er einnig greint frá breytingum á veiðiskap norskra skipa. Í ágúst 2020 bárust á land 3.700 tonn en landað var 149 þúsund tonn í ár í sama mánuði. Í september voru löndunartölur einnig ólíkar; 14.300 tonn í fyrra en 83.500 tonn í ár. Þetta sneri öfugt í október þegar minna veiddist í ár en í fyrra; 177,900 tonn í fyrra en 77.500 tonn í ár. Aflinn er því að berast á land fyrr en verið hefur fyrri ár, sem má að hluta heimfæra yfir á veiðar íslenskra útgerða.

Norðmenn veiddu í fyrra 31.000 tonn makríl í nóvember og fjögur þúsund tonn í desember.