miðvikudagur, 1. apríl 2020
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Makríll á handfæri: Tvær milljónir á dag

7. september 2011 kl. 11:47

Handfæraveiðar á makríl.

Norskir handfærabátar þéna vel á makrílveiðum.

Algengt er að norskir handfærabátar á makrílveiðum fiski fyrir 100.000 norskar krónur á sólarhring eða jafnvirði rúmlega tveggja milljóna íslenskra króna. Þetta kemur fram í norska sjávarútvegsblaðinu Fiskeribladet/Fiskaren. ,

Tekið er dæmi af Argo, 14 metra löngum smábáti, sem er með tvo makrílkvóta og má veiða 115 tonn. Hann getur veitt kvótann á einum mánuði og fær jafnvirði rúmlega 20 milljóna íslenskra króna fyrir aflann. Tveir menn eru á Argo og landa þeir afla sínum í Kalvåg í Vestur-Noregi. Þar um slóðir er algengt að fá allt að 7-8 tonn af makríl á færi á sólarhring en sunnar við landið er venjulegur afli 10-15 tonn.

Að sögn blaðsins er meðalverð fyrir 380 gramma handfæramakríl er nú í kringum 9 norskar krónur kílóið eða jafnvirði 193 ísl. kr. sem er 80% verðhækkun frá fyrra ári.