sunnudagur, 13. júní 2021
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Makríll þriðjungur af lönduðum afla til bræðslu á Þórshöfn

26. ágúst 2008 kl. 12:14

Það sem af er sumri hefur um 35 þúsund tonnum af síld og makríl verið landað til bræðslu hjá Ísfélaginu á Þórshöfn. Þetta er um 5 þúsund tonnum meira en á allri sumarvertíðinni í fyrra.

Rafn Jónsson, rekstrarstjóri Ísfélagsins á Þórshöfn, segir að stærslur hluti aflans sé síld, en hinsvegar sé makríll um þriðjungur aflans. Það segir hann mikla búbót, auk þess sem hátt verð sé á mörkuðum fyrir mjöl og lýsi.

Talsverðu af sjófrystum afurðum hefur verið landað á Þórshöfn í sumar, en ný frystigeymsla var tekin þar í notkun í byrjun júní. Þetta er hrein viðbót við aðrar landanir á Þórshöfn.

 Frá þessu er skýrt á vef ríkisútvarpsins