þriðjudagur, 22. júní 2021
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Makríllinn forðast kuldann eystra

30. júní 2011 kl. 13:07

Makríll (Mynd: Þorbjörn Víglundsson).

Gengur í hlýrri yfirborðssjónum vestur með Suðurlandi.

Makríllinn hegðar sér öðru vísi á Íslandsmiðum nú en í fyrra og hittifyrra. Hann virðist hrökkva undan kuldanum í hafinu úti fyrir Austurlandi og ganga þess í stað að mestu vestur með Suðurlandi.

,,Makríllinn gengur hérna á íslenska hafsvæðinu nánast eingöngu í efstu 50 metrunum þar sem yfirborðshitans gætir mest. Það er því ekki óeðlilegt að makríllinn fylgi hlýrri sjónum vestur með Suðurlandi. Ef þessi loftkuldi helst fyrir austan er alveg óvíst að makríll gangi eitthvað að ráði inn á það svæði,” sagði Sveinn. 

 Sjá nánar umfjöllun í Fiskifréttum.