fimmtudagur, 24. júní 2021
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Makríllinn gæti skaðað þorskstofninn

12. nóvember 2012 kl. 09:18

Makríll

Kröftugar makrílgöngur suðvestur og vestur fyrir land gætu gert usla í þorskseiðum.

Meðan höfuðútbreiðsla makrílsins við Ísland var fyrir austan og sunnan land á sumrin og fram á haust þótti ekki vera ástæða til að hafa miklar áhyggjur af því að makríllinn æti mikið af ungviði þorsks. 

,,Síðastliðin tvö ár hefur makríll aftur á móti gengið kröftuglega suðvestur og vestur fyrir land og það er áhyggjuefni, sérstaklega á grunnslóð,” segir Jóhann Sigurjónsson forstjóri Hafrannsóknastofnunar í viðtali í Tímariti Fiskifrétta sem kom út fyrir helgina. 

,,Svona mikið magn af makríl gæti nefnilega hæglega gert töluverðan usla í seiðaárgöngum sem eru í uppsjónum á þessum árstíma. Við höfum nokkrar áhyggjur af því að ef makrílgöngur halda áfram að vera svo sterkar vestur fyrir land sem raun ber vitni, geti þær valdið þorskstofninum skaða,” segir Jóhann. 

Sjá nánar viðtal við Jóhann um áhrif hlýnandi sjávar á norðurslóðum í Tímariti Fiskifrétta.