laugardagur, 28. nóvember 2020
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Makríllinn unninn um borð

26. júní 2008 kl. 15:18

Íslensku síldveiðiskipin, sem eru að veiðum fyrir austan land, hafa fengið verulegt magn af makríl í veiðarfærin með norsk-íslensku síldinni.

Hlutdeild makrílsins hefur verið allt að 65%. Vinnsla hófst á makríl í vikunni um borð í Guðmundi VE. Á fyrstu 2-3 dögunum var búið að frysta um 30 tonn.

Makríllinn er hausskorinn og slógdreginn sjálfvirkt áður en hann er frystur. Þetta er í fyrsta sinn sem makríll, sem er utankvótafiskur, er unninn um borð í íslensku vinnsluskipi með þessum hætti. Áður hefur verið reynt að heilfrysta hann.

Nánar er sagt frá málinu í nýjustu Fiskifréttum sem komu út í dag. Einnig má sjá fleiri myndir á bloggsíðu Þorbjarnar Víglundssonar HÉR.