föstudagur, 17. september 2021
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Makrílveiðar hafnar í Noregi

8. september 2009 kl. 16:30

Veiðar á makríl eru hafnar fyrir alvöru í Noregi. Í síðustu viku var tilkynnt um 14.000 tonna afla. Meðalverð fyrir makrílinn úr sjó var 8,20-11,62 norskra krónur kílóið eða jafnvirði 172-244 íslenskra króna.

Meðalstærð makrílsins á bilinu 400-500 grömm.

Makrílkvóti Norðmanna í ár er 191.000 tonn eða 70.000 tonnum hærri en í fyrra. Kvótanum er skipt þannig að hringnótabátar fá 133.000 tonn, strandveiðibátar 47.000 tonn og togskip 6.000 tonn.

Þetta kemur fram á vef norska síldarsamlagsins.