þriðjudagur, 22. júní 2021
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Makrílveiðar byrja um líkt leyti og í fyrra

25. júní 2015 kl. 09:00

Makríll á ís.

Gangur vertíðarinnar skýrist ekki fyrr en líða tekur á júlímánuð.

"Makrílveiðarnar hér fyrir sunnan land byrja á svipuðum tíma og í fyrra og gangurinn er ekki óáþekkur því sem verið hefur undanfarin ár í upphafi vertíðar. Sjórinn er að vísu heldur kaldari en í fyrra á sama tíma en hann fer hlýnandi,"  sagði Jón Atli Gunnarsson skipstjóri á Ísleifi VE í samtalið við Fiskifréttir í gærmorgun en þá var skipið statt suður af Vestmannaeyjum.  

Ísleifur VE partrollar ásamt Kap og Sighvati Bjarnasyni og hefur aflinn í tríburatrollið verið á bilinu 100-250 tonn eftir 5-6 tíma tog.

Jón Atli segir enn of snemmt að segja til um hvort mikill makríll sé á ferðinni að þessu sinni. Það muni ekki skýrast fyrr en líða taki á júlímánuð ef að vanda láti. 

Sjá nánar í Fiskifréttum sem komu út í morgun.