laugardagur, 4. apríl 2020
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Makrílveiðar Norðmanna fara hægt af stað

6. september 2011 kl. 08:52

Makríll (Mynd: Þorbjörn Víglundsson)

Meðalverð á makríl samsvarar um 268 krónum íslenskum á kíló

 

Makrílveiðar Norðmanna byrja hægt, veiðar á brislingi ganga illa en lífleg veiði er á norsk-íslenskri síld við strönd Noregs. Þannig hljóðar samantekt Norges Sildesalgslag á uppsjávarveiðum Norðmanna í síðustu viku.

Um 20 norsk skip eru byrjuð á makrílveiðum og veiddu þau tæp 6.300 tonn af makríl í síðustu viku. Veiðarnar fara fram norðan við 62 gráður norður og 2 gráður austur, á sömu slóðum og makrílinn veiddist á þessum tíma í fyrra. Stærðin á makrílnum er 350 til 399 grömm, meðalvigtin er 380 grömm. Verðið er á bilinu 11,56 til 13,43 krónur norskar á kíló. Meðalverðið er 12,59 krónur eða um 268 krónur íslenskar á kílóið.