föstudagur, 18. júní 2021
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Makrílveiðar Norðmanna komnar í fullan gang

19. september 2012 kl. 09:11

Makríll (Mynd: Þorbjörn Víglundsson)

Stærsti veiðidagurinn á haustinu var í fyrradag.

Haustveiðar Norðmanna á makríl eru komnar á fullan skrið. Í fyrradag var tilkynnt um 33 landanir, samtals um 9.000 tonn, og er það stærsti löndunardagurinn á haustinu til þessa. Aflann fengu skipin á svæði um 70-80 mílur vestur af Stadt á vesturströnd Noregs. 

Makrílnum var landað í höfnum frá Egersund í suðri og norður tikl Væröy í norðri, auk þess sem lítilsháttar afla var landað á Hjaltlandi. 

Á vef samtaka norska síldarsölusamlagsins kemur fram að meðalverð fyrir makrílinn hafi verið í kringum 7,40 norskra krónur, jafnvirði um 158 íslenskra króna. 

Á vefnum kemur einnig fram að norski flotinn hafi veitt 51.000 tonn af makríl á þessu ári af 180.000 tonna kvóta.