þriðjudagur, 15. júní 2021
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Makrílveiðar við Færeyjar og suður af Íslandi

16. júní 2011 kl. 16:27

Makríll (Mynd: Þorbjörn Víglundsson)

Makríll hefur veiðst við Vestmannaeyjar og á Öræfagrunni.

Íslensku uppsjávarskipin eru búin með þann skammt sem þau mega taka af makríl í færeyskri lögsögu. Makríll veiðist einnig við Vestmannaeyjar og á Öræfagrunni. Aflinn fer allur til manneldis.

Sturla Þórðarson skipstjóri á Beiti NS var á landleið með 400 tonn af makríl þegar Fiskifréttir náðu tali af honum í gær.  ,,Við vorum úti á Öræfagrunni og fengum 50 til 150 tonn í holi sem er fremur dræmt en fiskurinn er ágætur sem slíkur. Það er búið að taka nokkurn tíma að finna síldina og makrílinn. Við fórum norður undir Jan Mayen línuna úti í Síldarsmugu en fengum ekkert þar. Því næst var haldið suður eftir og inn í færeysku lögsöguna og veiddur makríl en nú er sá kvóti sem Íslendingar mega taka þar uppurinn. Við megum veiða eitthvað af síld þar en hún verður þá að vera alveg laus við makríl,“ sagði Sturla.

Sjá nánar í Fiskifréttum í dag.