þriðjudagur, 18. júní 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Makrílveiðum Norðmanna að ljúka

24. október 2016 kl. 11:40

Makríll

Kvóti þeirra í ár var 210 þúsund tonn.

Makrílvertíð norskra skipa er að ljúka. Að þessu sinni höfðu þau til ráðstöfunar 210 þúsund tonna kvóta  og samkvæmt tölum Norska síldarsamlagsins í dag hafa 200 þúsund tonn verið færð til bókar. 

Í vikunni færði makríllinn sig að stóru leyti inn í lögsögu Evrópusambandsins og var hluti norska flotans. Einnig var tilkynnt um afla í norsku lögsögunni á Víkingabankanum (um 60°30) bæði frá norskum skipum og erlendum auk þess sem handfærabátar voru að fá góðan afla þar austur af. Norðmenn vonast til að fá eitthvað áfram makrílafla af erlendum skipum til vinnslu eftir að norsku skipin klára kvóta sína.