mánudagur, 21. júní 2021
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Makrílviðræðum frestað til þriðjudags

24. janúar 2014 kl. 14:45

Makríll (Mynd: Þorbjörn Víglundsson)

Þá verður þráðurinn tekinn upp í Björgvin í Noregi.

Þriggja daga viðræðufundi í makríldeilunni lauk í London í dag án árangurs. Deiluaðilar ákváðu að hittast aftur næsta þriðjudag, 28. janúar, og þá í Björgvin í Noregi. 

Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá norska sjávarútvegsráðuneytinu. Þar er haft eftir Elisabeth Aspaker sjávarútvegsráðherra Norðmanna að hún merki jákvæða þróun í viðræðunum en óþolinmæði sé farið að gæta hjá öllum. Þetta séu flóknar samningaviðræður en Noregur hafi teygt sig langt í því að koma til móts við kröfur Íslands og Færeyja.