þriðjudagur, 14. júlí 2020
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Makrílviðræður hefjast í London í dag

28. maí 2010 kl. 12:27

Fundur strandríkja um skiptingu makrílkvóta í Norðaustur-Atlantshafi hefst í London í dag og á að standa fram á sunnudag. Fundurinn átti upphaflega að vera í Reykjavík í apríl síðastliðnum en honum hefur tvívegis verið frestað vegna truflana á flugi af völdum öskunnar úr Eyjafjallajökli.

Fulltrúar Íslands, Noregs, Evrópusambandsins, Færeyja og Rússlands taka þátt í viðræðunum. Ísland hefur þegar sett sér einhliða 130.000 tonna kvóta í ár. Færeysk stjórnvöld hafa lýst því yfir að ef ekki náist fullt samkomulag um veiðar úr stofninum á þessum fundi muni þau ekki sætta sig við þau 30.000 tonn sem þeim eru ætluð, heldur setja sér einhliða kvóta upp á að minnsta kosti eins mikinn afla á Íslendingar hyggist veiða í ár.