mánudagur, 16. desember 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Málstofa Hafró: Makríll í NA-Atlantshafi

27. október 2008 kl. 13:20

Seinustu árin hefur útbreiðsla makríls á fæðuslóð færst norðar og vestar en áður var. Þetta er talið tengjast hlýnandi umhverfi og endurspeglast í auknum makrílgöngum á Íslandsmið.

Sveinn Sveinbjörnsson fiskifræðingur flytjur erindi um makríl í NA-Atlantshafi í málstofu Hafrannsóknastofnunar næstkomandi föstudag, 31. október.

Makríllinn í NA-Atlantshafi samanstendur af þremur stofnum sem blandast á ýmsum tímum lífsferilsins. Stofnarnir ferðast langar vegalengdir milli hrygningarstöðva, fæðuslóðar og vetursetustöðva.

Makríllinn er sundmagalaus og sést illa á venjuleg fiskileitartæki. Þess vegna hefur reynst erfitt að koma við bergmálstækni við stofnmat.

Erindið verður flutt í fundarsal á fyrstu hæð að Skúlagötu 4 og hefst klukkan 12,30. Fundurinn er öllum opinn.