laugardagur, 15. ágúst 2020
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Mánaberg ÓF skilaði mestu verðmæti frystitogara

18. júlí 2008 kl. 11:21

Mánaberg ÓF, skip Ramma hf., fiskaði fyrir 1.068 milljónir króna á árinu 2007 og varð eini frystitogarinn á bolfiskveiðum sem náði að komast yfir milljarðinn. Kleifaberg ÓF, sem gert er út af sama fyrirtæki, skilaði næstmestu aflaverðmæti í þessum skipaflokki eða 984 milljónum króna.

Í þriðja, fjórða og fimmta sæti voru Grandatogararnir Venus HF (965 milljónir króna), Örfirisey RE (940 millj. kr.) og Þerney RE (926 millj. kr.). Þessar tölur miðast allar við fob-verðmæti.

Ofangreinar upplýsingar koma fram í samantekt Fiskifrétta sem byggð er á nýbirtri skýrslu Hagstofu Íslands um afla og aflaverðmæti árið 2007. Í Fiskifréttum í dag er birt yfirlit fyrir afla og aflaverðmæti allra togara og uppsjávarskipa á síðasta ári.